Aðsókn að glæðast

 

Þá er loksins hægt að skynja vor í lofti á Húsavík eftir smávægis stríðni veðurguðanna. Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík finnur fyrir því að ferðaþjónustuvertíðin er að komast á skrið og hafa aðsóknartölur á safnið verið að glæðast í maímánuði.

Opnunartími hefur verið lengdur í maí og er safnið nú opið alla daga 09:00 – 18:00. Frá júní til ágústloka verður opið daglega 08:30 – 18:30.

Það er vert að minna á verslun Hvalasafnsins sem hefur til sölu fjölbreytt úrval af minjagripum, bókum, fatnaði og íslenskum ullarteppum svo fátt eitt sé nefnt.

Búð

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.