Alþjóðlegur vinnufundur haldinn í Hvalasafninu

Á dögunum var haldinn þriggja daga vinnufundur í Hvalasafninu um samstarf stjórnenda hafverndarsvæða (Marine Protected Areas) í Atlantshafi. Samstarfið ber heitið Transatlantic MPA Network og er um að ræða tilraunaverkefni á vegum Evrópusambandsins. Fundinn sátu aðilar frá löndum og svæðum beggja vegna Norður- og Suður- Atlantshafsins, og voru þátttakendur m.a. frá Bermuda, Grænhöfðaeyjum, Azoreyjum, Brasilíu, Bandaríkjunum, nokkrum löndum Evrópu og Íslandi.

 

Mynd af hóp

Mynd: Transatlantic MPA Network

Markmið verkefnisins er að stuðla að víðtækara samstarfi þvert yfir Atlantshafið og styðst það við nýtt alhliða hugtak; Atlantsisma (Atlanticism) sem felur í sér samstarf Afríku, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku og Evrópu. Áhersla er lögð á umhverfismál og umhverfisvernd en auk þess nær verkefnið yfir vísindalega samvinnu milli stjórnenda hafverndarsvæða (Marine Protected Areas), sem getur upplýst og stuðst við stefnumótun ESB og einnig stuðlað að alþjóðlegum samskiptum.

 

Hvalasafn_02

Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Evrópusambandið leggur með þessu tilraunaverkefni áherslu á að efla víðtæka nálgun og samstarf um Atlantshafið með það að markmiði að auka skipti og miðlun á bestu mögulegu starfsvenjum og til að bæta skilvirka stjórnun verndarsvæða í sjó á strandsvæðum og ströndum Atlantshafsins. Verkefnið styður einnig við skuldbindingar ESB um að takast á við tap á líffræðilegum fjölbreytileika, hjálpa til við aðlögun loftslagsbreytinga og bregðast við innri stefnu ESB um umhverfismál, svæðisbundið samstarf og þætti er snúa að vistkerfi hafsins.

 

Hvalasafn_01

Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Fulltrúar Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík sátu einnig fundinn.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11.

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

Lokað er fyrir athugasemdir.