Árleg Hvalaráðstefna haldin á morgun, þriðjudag

Árleg Hvalaráðstefna verður haldin í sal Hvalasafnsins á morgun, þriðjudag kl. 20.

Ráðstefnan var fyrst haldin sumarið 2014. Markmið ráðstefnunnar er m.a. að kynna þær rannsóknir sem eru og hafa verið stundaðar í Skjálfandaflóa og efla tengslin á milli hvalaskoðunarfyrirtækja, Hvalasafnsins, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands og vísindafólks. Með þess konar samvinnu og samræðum, geta hvalaskoðunarfyrirtækin og Hvalasafnið miðlað nýjustu upplýsingum og aukið gæði svæðisins sem eitt besta svæði landsins til að skoða og fræðast um hvali.

Í gegnum árin hafa verið gerðar rannsóknir í flóanum og hafa þær niðurstöður ekki alltaf skilað sér inn á dekk til fyrirtækjanna, því bjóða Hvalasafnið og Rannsóknasetur Háskóla Íslands upp á þennan vettvang til að miðla upplýsingum, fræðast og spyrja spurninga en slíkur vettvangur nýtist einnig vel sem hluti af þjálfun nýrra leiðsögumanna og endurmenntun eldri leiðsögumanna, þar sem áhugaverðar upplýsingar koma fram og umræður gætu skapast.

Ráðstefnan hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Athugið að erindin eru flutt á ensku.

 

WhaleCongress2016

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.