Árleg Hvalaráðstefna haldin í kvöld

Árleg Hvalaráðstefna Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík verður haldin í kvöld í sal safnsins kl. 20. Er þetta fjórða árið í röð sem ráðstefnan  er haldin.

Meginmarkmið ráðstefnunnar er bjóða upp á vettvang til að ræða málefni hvala og lífríkis hafsins og deila nýlegum rannsóknum.

Meðal gesta og fyrirlesara í kvöld eru Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings, Dr. Tom Akamatsu sem sérhæfir sig í upptökum neðansjávar, Dr. Magnus Wahlberg, prófessor við líffræðideild Háskólans í S-Danmörku og Francoise Breton frá University of Autonomy, Barcelona en Francoise leggur áherslu á samspil samfélags og hvalaskoðunar, mannlífs og náttúru við Miðjarðarhafi og nú síðustu misseri á Norðurslóðum einnig.

Erindin eru haldin á ensku og eru allir velkomnir, boðið verður upp á léttar veitingar í lok dagskrár.

WhaleCongress17

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.