Búrhval rak á land á Melrakkasléttu

Í fjöruborðinu í landi Blikalóns á Melrakkasléttu strandaði á dögunum 15 metra langur karlkyns búrhvalur.  Hvalurinn var heillegur og greinilega nýlega strandaður þegar hans varð vart. Starfsmenn frá Hvalasafninu fóru og skoðuðu skepnuna ásamt Jóni Tryggva Árnasyni frá Blikalóni. Tekið var sýni fyrir Hafrannsóknarstofnun og lagt á ráðin hvað best væri að gera við hvalrekann. Vegna stærðar hvalsins og aðstæðna á staðnum verða einungis partar af skepnunni nýttir. Á Hvalasafninu er til búrhvalsgrind sem er til sýnis en þann hval rak á land í Steingrímsfirði árið 1998.IMG_2538 IMG_2527
IMG_2505

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.