Búrhval rak á land á Melrakkasléttu

Í fjöruborðinu í landi Blikalóns á Melrakkasléttu strandaði á dögunum 15 metra langur karlkyns búrhvalur.  Hvalurinn var heillegur og greinilega nýlega strandaður þegar hans varð vart. Starfsmenn frá Hvalasafninu fóru og skoðuðu skepnuna ásamt Jóni Tryggva Árnasyni frá Blikalóni. Tekið var sýni fyrir Hafrannsóknarstofnun og lagt á ráðin hvað best væri að gera við hvalrekann. Vegna stærðar hvalsins og aðstæðna á staðnum verða einungis partar af skepnunni nýttir. Á Hvalasafninu er til búrhvalsgrind sem er til sýnis en þann hval rak á land í Steingrímsfirði árið 1998.IMG_2538 IMG_2527
IMG_2505

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11.

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

Lokað er fyrir athugasemdir.