Búrhval rak á land á Melrakkasléttu

Í fjöruborðinu í landi Blikalóns á Melrakkasléttu strandaði á dögunum 15 metra langur karlkyns búrhvalur.  Hvalurinn var heillegur og greinilega nýlega strandaður þegar hans varð vart. Starfsmenn frá Hvalasafninu fóru og skoðuðu skepnuna ásamt Jóni Tryggva Árnasyni frá Blikalóni. Tekið var sýni fyrir Hafrannsóknarstofnun og lagt á ráðin hvað best væri að gera við hvalrekann. Vegna stærðar hvalsins og aðstæðna á staðnum verða einungis partar af skepnunni nýttir. Á Hvalasafninu er til búrhvalsgrind sem er til sýnis en þann hval rak á land í Steingrímsfirði árið 1998.IMG_2538 IMG_2527
IMG_2505

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.