Farsælt samstarf Hvalasafnsins og Bandaríska sendiráðsins

Valdimar Halldórsson og Huld Hafliðadóttir, starfsmenn Hvalasafnsins, áttu í gær góðan fund með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber. Hvalasafnið hefur undanfarin misseri átt í góðu samstarfi við Bandaríska sendiráðið, en síðastliðinn vetur tók sendiráðið þátt í að styrkja samstarfsverkefni Hvalasafnsins á Húsavík og Hvalveiðisafnsins í New Bedford í Bandaríkjunum. Verkefnið, sem ber heitið Connecting Coastal Communties, miðar að því að tengja saman ólík strandsamfélög beggja vegna Atlantshafsins í gegnum safnasamstarf og ungmennaskipti. Á fundinum þakkaði starfsfólk safnsins formlega fyrir stuðninginn við verkefnið, en slíkur stuðningur er safninu og fræðslustarfi þess afar mikilvægur. Í lok fundar færði Huld Robert þakkargjöf sem þátttakendur í verkefninu áttu þátt í að útbúa.

Þá kom einnig fram á fundinum einlægur vilji beggjað aðila til áframhaldandi samstarfs.

IMG_1364_frétt

 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.