Forsetinn heimsækir Hvalasafnið

Í dag var opnuð formlega ný sýning um sögu hvalveiða og sögu hvalaskoðunar við Ísland. Það var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem vígði sýninguna, en hann er hér staddur í opinberri heimsókn í Norðurþingi.

Hönnuður sýningarinnar er Þórarinn Blöndal, en hann vann einnig að uppsetningu steypireyðarsýningarinnar. Auk starfsfólks safnsins lögðu fjölmargir hönd á plóg í vinnu við uppsetningu sýningarinnar. Sýningin gerir sögu hvalveiða við Íslandsstrendur, nýrri sögu hvalaskoðunar og framtíðarsýn er tengist mögulegri verndun hafsvæða skil. Dr. Marianne Rasmussen og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík lögðu til efni er tengjast rannsóknum á hvölum í Skjálfandaflóa. Pétur Jónasson ljósmyndari kom að myndvinnslu sýningarinnar, Guðmundur Örn Benediktsson prófarkalas texta, Erich Hoyt hvalasérfræðingur frá Bretlandi las yfir enskan texta um hvalaskoðun, auk þess sem Gísli Víkingsson hjá Hafrannsóknastofnun aðstoðaði með textavinnu. Gestur Halldórsson fyrrverandi hrefnuveiðimaður lagði til sýningarinnar hvalveiðibyssu. Hvalasafnið þakkar öllum þeim er komu að gerð sýningarinnar

Forsetaheimsokn_Hvalasafn_02

.

 

Forsetaheimsokn_Hvalasafn_03

Forsetinn rýnir í nýja sýningu með framkvæmdastjóra safnsins og verkefnastjóra.

Forseti Íslands nýtti einnig tækifærið eftir opnunartahöfnina og átti samtal við aðila í ferðaþjónustu á svæðinu í ráðstefnusal Hvalasafnsins.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.