Forsetinn heimsótti Hvalasafnið

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hvalasafnið í dag í tengslum við Landkönnunarhátíð sem fram fer á Húsavík um helgina. Með í för voru Bandaríkjamennirnir Scott Parazynski, geimfari og ævintýramaður, og Meenakshi Wadhwa prófessor í jarðfræði og geimvísindum. Steypireyðargrindin vakti meðal annars athygli þessara góðu gesta.

 

Hér eru gestirnir ásamt Valdimari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Hvalasafnsins.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.