Framkvæmdirnar í Hvalasafninu

Þeir sem eiga leið um hafnarsvæðið á Húsavík sjá og heyra líklega að umfangsmiklar framkvæmdir eiga sér stað á jarðhæð Hvalasafnsins. Nýlega keypti fyrirtækið Steinsteypir ehf hluta af jarðhæð Hvalasafnsins og áformar þar uppbyggingu á ferðaþjónustutengdri starfsemi. Fljótlega eftir að framkvæmdir hófust á jarðhæðinni kom í ljós að burðarveggir í húsinu þar sem áður voru frystiklefar KÞ og síðar Norðlenska voru margir hverjir í lélegu ásigkomulagi. Síðustu vikur hafa eigendur hússins, Hvalasafnið og Steinsteypir, unnið að því í sameiningu með smiðum að styrkja burð hússins með nauðsynlegum steypustyrkingum. Þessi vinna við burðinn í húsinu er nú langt komin og mun líftími hússins í heild vonandi lengjast fyrir vikið og viðhald minnka á komandi árum. Þegar vinnunni við burðarstyrkingu lýkur á næstu dögum getur Steinsteypir haldið áfram með sína áformuðu ferðaþjónustutengdu uppbyggingu sem mun bæði hleypa lífi í hús Hvalasafnsins og auka þjónustu á hafnarsvæðinu.

IMG_3606

IMG_3611

Niðurrif á tveimur viðbyggingum
Samhliða þessum framkvæmdum hefur Hvalasafnið samið við Steinsteypi um niðurrif á tveimur viðbyggingum til norðurs (frystiklefi og frystipressuhús) og grófjöfnun þeirrar lóðar. Þegar þessar tvær viðbyggingar verða horfnar verður til staðar stór byggingarréttur sem Hvalasafnið á til mögulegrar stækkunar í framtíðinni.

IMG_3608

Kjallari tekinn í gegn
Til viðbótar við framkvæmdirnar á jarðhæðinni og fyrirhuguð niðurrif lauk nýlega framkvæmdum í kjallara Hvalasafnsins undir anddyri safnsins. Þar voru geymslur safnsins hýstar áður. Mikill vatnsleki síðustu misserin utanfrá olli því að nauðsynlegt reyndist að jarðvegsskipta, drena, steypa styrkingar við burðarvegg og steypa nýtt gólf. Garðvík ehf tók að sér þessa vinnu og reyndist hún bæði flókin og umfangsmikil vegna þessa mikla leka.

IMG_3613

Skansinn
Á komandi misserum, þegar framkvæmdum innandyra og vinna við niðurrif lýkur, verður hugað  að ytri útliti hússins. Undirbúningur er þegar hafinn og arkítekt verið ráðinn til að vinna hugmyndir að útliti hússins. Loks er einnig hafinn undirbúningur að uppbyggingu „Skansins“ – sem er svæðið á milli Hvalasafnsins og Langaneshússins sem nú hýsir Þekkingarnet Þingeyinga og fleiri stofnanir. Sú uppbygging er í höndum eigenda svæðisins, sem eru í misstórum hlutföllum Hvalasafnið, Norðurþing og eigendur Langaneshússins. Uppbygging á Skansinum mun vonandi hafa jákvæð áhrif á heildarmynd hafnarsvæðisins.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.