Franska listakonan Sonia Levy vinnur að sýningu í safninu

Franska listakonan Sonia Levy sem í fyrrasumar setti upp sýninguna Hvalreki í Safnahúsinu á Húsavík vinnur nú að sýningu í Hvalasafninu. Sýningin byggir á fyrri sýningu hennar, þar sem hún kannar og túlkar samband manna og hvala og notar til þess brennd hvalbein, mótar hvalbein úr postulíni og teiknar myndir með koluðum hvalbeinum.

Sýningin verður sett upp í einu af rýmum safnsins og er opnun sýningarinnar áætluð sunnudaginn 28. júní.

Sonia er með opna vinnustofu í kjallara Hvalasafnsins og í rýminu fyrir aftan fyrirlestrarsal safnsins. Heitt verður á könnunni um sjómannadagshelgina og hvetjum við gesti og gangandi til að líta við hjá henni í kjallaranum og fylgjast með verkunum verða til.

Fyrir þá sem vilja lesa meira og fylgjast með vinnu hennar á bloggsíðu hennar: http://theseaaround.tumblr.com/

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.