Fréttatilkynning frá Hvalasafninu vegna steypireyðarinnar

Hvalasafnið á Húsavík fagnar þeirri ákvörðun að safnið fái til sýningar bein steypireyðargrindarinnar sem rak á Skaga 2010. Allt frá því grindina rak á land hefur Hvalasafnið  og tengdir aðilar lagt sitt að mörkum til að varðveita mætti beinin svo hægt yrði að setja þau upp til sýningar og fræðslu um þetta stærsta spendýr jarðar. Þennan tíma hefur legið fyrir áhugi safnsins til að hýsa beinagrindina og nýta til sýningar sinnar á hvölum, líffræði þeirra og tengslum við manninn. Á undanförnum árum hefur Hvalasafnið á Húsavík unnið mikið starf við undirbúning komu grindarinnar og er meðal annars gert ráð fyrir viðbyggingu við safnið sem myndi hýsa hana.

Helstu rök fyrir því að Hvalasafnið á Húsavík er valinn áfangastaður grindarinnar er að:

  • Hvalasafnið á Húsavík er viðurkennt safn, sbr. ákvæði safnalaga, og eina sérhæfða hvalasafnið á Íslandi.
  • Safnið er með sterkan rekstur og starfsemi auk þess að vera eitt vinsælasta safn landsins.
  • Hvalasafnið, í samstarfi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík, hefur unnið einstakt frumkvöðlastarf við rannsóknir og fræðslu til almennings um lífríki hvala við Ísland.
  • Húsavík er einn af þekktustu hvalaskoðunarstöðum í heimi og sjást m.a. steypireyðar reglulega á Skjálfandaflóa. Steypireyðargrind í Hvalasafninu mun því skapa einstakt tækifæri til fræðslu á tegundinni í návígi við lifandi dýr.
  • Tilkoma grindarinnar mun styrkja ferðaþjónustuna á öllu Norðausturlandi.

Hvalasafnið fyrirhugar að setja upp bráðabirgða sýningu á beinum úr grindinni í núverandi sýningu fyrir næsta sumar. Þá mun safnið vera í nánu samstarfi við Náttúrufræðistofnun, sem á grindina, um meðhöndlun hennar.

Þessi grind er mikill hvalreki fyrir Hvalasafnið og framundan eru spennandi tímar þar sem leitast verður eftir fremsta megni að vinna að málinu í sátt við alla hagsmunaaðila.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.