Fyrsti dagur nýs framkvæmdastjóra

Það var í nógu að snúast þennan fyrsta dag sem nýr framkvæmdastjóri Hvalasafnsins, Jan Aksel Harder Klitgaard, var við störf. Eins og sjá má fer nýja skrifstofan honum vel og segist hann sjálfur virkilega spenntur fyrir komandi tímum.

Á dagskrá hjá safninu eru meðal annars sameiginlegar skólaheimsóknir í grunnskóla á Norðausturlandi, ásamt og með Sigursteini Mássyni hjá dýravelferðarsjóðnum IFAW, samstarfsverkefni við Hvalveiðisafnið í New Bedford í Bandaríkjunum og uppfærsla á hvalveiðisýningu safnsins svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdu steypireyðar-grindarverkefninu sem unnið er að jöfnum höndum. Þá bárust safninu nýlega hátt í 20 umsóknir um stöðu sjálfboðaliða við safnið í sumar og verður spennandi að fara í gegnum þær.

Það eru óneitanlega bjartir tímar framundan og verkefnin stór sem smá.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.