Góðir gestir frá Ásbúðum á Skaga

Árlegt Safnakvöld í Þingeyjarsýslum var haldið í lok ágúst og buðu söfn og sýningar í Þingeyjarsýslum upp á fjölbreytta dagskrá í tilefni þess. Dagskráin náði yfir lengri tíma en venja hefur verið síðustu ár eða frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. Var það gert til að gefa gestum kost á að sækja fleiri viðburði. Safnakvöldið er hluti af starfsemi Safnaþings, samstarfsvettvangi safna og annarra stofnana sem miðla menningu, sögu og náttúru í  Þingeyjarsýslum.

Um 60 manns sóttu Hvalasafnið heim á opnum degi Safnakvöldsins. Á meðal gesta voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Höskuldur Þráinsson sem áttu leið um Húsavík, en þau eiga Ásbúðir á Skaga ásamt frændfólki Sigríðar. Eins og margir vita rak steypireyðina sem til sýningar er í Hvalasafninu á land í landi Ásbúða árið 2010 og kom það m.a. í verkahring hjónanna að ákvarða hvað gera skyldi við hræið. „Við höfðum fyrst samband við Hafrannsóknastofnun, en þar var okkur bent á að tala við Náttúrufræðistofnun Íslands og vorum við eftir það mest í sambandi við Ævar Petersen.“

 

Ásbðuðir

Sigríður og Höskuldur við steypireyðargrindina

Á ljósmyndasýningarhluta steypireyðarsýningarinnar má sjá hús þeirra hjóna á myndum og sést þar vel hversu nálægt bænum hræið fannst á sínum tíma.

Sigríður og Höskuldur voru bæði hæstánægð með sýninguna og hvernig til hafði tekist. Hvalasafnið þakkar þeim heiðurshjónum kærlega fyrir komuna.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.