Góðir gestir frá Ásbúðum á Skaga

Árlegt Safnakvöld í Þingeyjarsýslum var haldið í lok ágúst og buðu söfn og sýningar í Þingeyjarsýslum upp á fjölbreytta dagskrá í tilefni þess. Dagskráin náði yfir lengri tíma en venja hefur verið síðustu ár eða frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. Var það gert til að gefa gestum kost á að sækja fleiri viðburði. Safnakvöldið er hluti af starfsemi Safnaþings, samstarfsvettvangi safna og annarra stofnana sem miðla menningu, sögu og náttúru í  Þingeyjarsýslum.

Um 60 manns sóttu Hvalasafnið heim á opnum degi Safnakvöldsins. Á meðal gesta voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Höskuldur Þráinsson sem áttu leið um Húsavík, en þau eiga Ásbúðir á Skaga ásamt frændfólki Sigríðar. Eins og margir vita rak steypireyðina sem til sýningar er í Hvalasafninu á land í landi Ásbúða árið 2010 og kom það m.a. í verkahring hjónanna að ákvarða hvað gera skyldi við hræið. „Við höfðum fyrst samband við Hafrannsóknastofnun, en þar var okkur bent á að tala við Náttúrufræðistofnun Íslands og vorum við eftir það mest í sambandi við Ævar Petersen.“

 

Ásbðuðir

Sigríður og Höskuldur við steypireyðargrindina

Á ljósmyndasýningarhluta steypireyðarsýningarinnar má sjá hús þeirra hjóna á myndum og sést þar vel hversu nálægt bænum hræið fannst á sínum tíma.

Sigríður og Höskuldur voru bæði hæstánægð með sýninguna og hvernig til hafði tekist. Hvalasafnið þakkar þeim heiðurshjónum kærlega fyrir komuna.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.