Heiðar ráðinn til Hvalasafnsins

Heiðar Hrafn Halldórsson hefur ráðinn verkefnastjóri hjá Hvalasafninu á Húsavík þar sem hann mun sinna hinum ýmsu störfum.
Heiðar er með B.Sc próf í Ferðamálafræði og sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann er einnig málari að mennt.
Undanfarin ár hefur Heiðar gegnt stöðu verkefnisstjóra hjá Húsavík Adventures sem og stjórnarformennsku í Húsavíkurstofu þar sem hann var einnig forstöðumaður árin 2015-2016.
Starfsfólk og stjórn Hvalasafnsins býður Heiðar velkominn til starfa – hann mun hefja störf um miðjan júlí nk.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.