Heimsókn í Bandaríska sendiráðið

Eins og fram hefur komið vinnur Hvalasafnið nú að verkefni í samstarfi við Hvalveiðisafnið í New Bedford í Massachusetts í Bandaríkjunum.  Verkefnið kallast Connecting Coastal Communities og miðar að því að tengja saman strandsamfélögin Húsavík og New Bedford í gegnum safnasamstarf og ungmennaskipti.

     

Verkefnið er styrkt af Bandarísku safnasamtökunum, American Alliance of Museums, auk þess sem Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með milligöngu Bandaríska sendiráðsins hefur styrkt verkefnið, en þar að auki hefur starfsfólk sendiráðsins hefur með ráðum og dáðum stutt við verkefnið frá upphafi umsóknarferlisins.

Sem lokahluti verkefnisins og í raun rúsínan í pylsuendanum, fá þátttakendur að ferðast til New Bedford í Bandaríkjunum í maí nk. þar sem þeir munu dvelja í um vikutíma. En áður en út er haldið þurfa ferðalangar að sækja um sérstaka vegabréfsáritun í Bandaríska sendiráðinu, þar sem um er að ræða styrkveitingu frá bandarískum samtökum.

 

Bandaríska sendiráðið hefur stutt dyggilega við verkefnið frá upphafið og var því glatt á hjalla þegar þáttakendunum var boðið í kaffisamsæti með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber.

Hér afhendir Huld Hafliðadóttir, verkefnastjóri, Robert Barber sendiherra boli verkefnisins.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.