Heimsókn í Bandaríska sendiráðið

Eins og fram hefur komið vinnur Hvalasafnið nú að verkefni í samstarfi við Hvalveiðisafnið í New Bedford í Massachusetts í Bandaríkjunum.  Verkefnið kallast Connecting Coastal Communities og miðar að því að tengja saman strandsamfélögin Húsavík og New Bedford í gegnum safnasamstarf og ungmennaskipti.

     

Verkefnið er styrkt af Bandarísku safnasamtökunum, American Alliance of Museums, auk þess sem Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með milligöngu Bandaríska sendiráðsins hefur styrkt verkefnið, en þar að auki hefur starfsfólk sendiráðsins hefur með ráðum og dáðum stutt við verkefnið frá upphafi umsóknarferlisins.

Sem lokahluti verkefnisins og í raun rúsínan í pylsuendanum, fá þátttakendur að ferðast til New Bedford í Bandaríkjunum í maí nk. þar sem þeir munu dvelja í um vikutíma. En áður en út er haldið þurfa ferðalangar að sækja um sérstaka vegabréfsáritun í Bandaríska sendiráðinu, þar sem um er að ræða styrkveitingu frá bandarískum samtökum.

 

Bandaríska sendiráðið hefur stutt dyggilega við verkefnið frá upphafið og var því glatt á hjalla þegar þáttakendunum var boðið í kaffisamsæti með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber.

Hér afhendir Huld Hafliðadóttir, verkefnastjóri, Robert Barber sendiherra boli verkefnisins.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.