Hvalasafnið viðurkennt safn

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur að tillögu Safnaráðs samþykkt að veita Hvalasafninu á Húsavík viðurkenningu. Viðurkenndum söfnum ber að starfa í samræmi við ákvæði safnalaga og hefur Safnaráð lögum samkvæmt eftirlit með safnastarfsemi í landinu.

Þessi viðurkenning er Hvalasafninu mjög mikilvæg og ákveðin gæðavottun á starfssemi safnsins. Um viðurkenninguna segir Safnaráð að „markmiðið með viðurkenningunni er að efla starfssemi safna við varðveislu menningar- og náttúruarfs Íslands, tryggja að honum verið skilað óspilltum til komandi kynslóða, veiti fólki aðgang að honum og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn“.

Hér sést framkvæmdastjóri safnsins, Einar Gíslason, með viðurkenningarskjalið.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.