Hvalasafnið viðurkennt safn

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur að tillögu Safnaráðs samþykkt að veita Hvalasafninu á Húsavík viðurkenningu. Viðurkenndum söfnum ber að starfa í samræmi við ákvæði safnalaga og hefur Safnaráð lögum samkvæmt eftirlit með safnastarfsemi í landinu.

Þessi viðurkenning er Hvalasafninu mjög mikilvæg og ákveðin gæðavottun á starfssemi safnsins. Um viðurkenninguna segir Safnaráð að „markmiðið með viðurkenningunni er að efla starfssemi safna við varðveislu menningar- og náttúruarfs Íslands, tryggja að honum verið skilað óspilltum til komandi kynslóða, veiti fólki aðgang að honum og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn“.

Hér sést framkvæmdastjóri safnsins, Einar Gíslason, með viðurkenningarskjalið.

 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.