Ný listaverk utan á Hvalasafninu

Hvalasafnið á Húsavík fékk heldur betur upplyftingu í dag þegar að listaverk eftir spænsku listakonuna Renötu Ortega voru sett upp utan á suðurhlið hússins. Það var Trésmiðjan Val ehf. sem sá um útfærslu og uppsetningu á listaverkunum. Að sögn Heiðars Hrafns Halldórssonar verkefnisstjóra safnsins kom hugmyndin um listaverkin upp í tengslum við miklar endurbætur á húsinu. Starfsfólki safnsins hafi langað til þess að útbúa ákveðið tilbrigði af hinum auðkennandi hvalamálverkum sem einkenndu ytra útlit safnsins á árunum 2001-2018. Listaverkin hafi því þótt kærkomin þar sem þau hylja gamla stálglugga sem voru farnir að láta verulega á sjá.

Heiðar sem einnig situr í Framkvæmda- og skipulagsráði Norðurþings segist vona að uppátækið hvetji fleiri til að gera slíkt hið sama. Listaverk sem þessi séu hin mesta húsprýði og lífgi upp á tilveruna.

Karl Bjarkason frá Trésmiðjunni Val sá um uppsetningu listaverkanna
Hér má sjá hvernig listaverkin prýða suðurhlið hússins
Renata Ortega við opnun sýningar sinnar í einu frystirýmanna árið 2018
Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.