Ný sýning í listarými Hvalasafnsins

Spænska listakonan Renata Ortega hefur nú sett upp sýningu þar sem hún hefur málað og teiknað sínar eigin útgáfur af helstu hvölum sem eiga heimkynni sín í Íslandshöfum.

Renata hefur einnig séð um hönnun á nýjum bæklingi Hvalasafnsins og skreytt tvo aðra veggi safnsins með sínum áhugaverða stíl.
Sýning Renötu ber heitið „Ocean & the Whales“ og verður opin í a.m.k. eitt ár fram til júlí 2019.

Í listarými safnsins hafa nokkrir aðrir listamenn sýnt verk sín á síðustu árum. Síðast var það Marine Rees sem vann úr hvalbeinum grindhvala. Þar áður sýndi Sonia Levy verk sín. Sýning Renötu er opin á opnunartíma Hvalasafnsins.

Safnið er opið alla daga frá kl 8:30-18:30 í sumar.

Renata í listarými safnsins

Glæsilegt Íslandskort Renötu

Hafmeyjur hinna ýmsu þjóða skreyta vegginn

Renata í listarými safnsins

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.