Safnafræðinemar í vettvangsheimsókn

Hvalasafnið tók á móti hópi mastersnemenda, ásamt kennurum, í safnafræði við Háskóla Íslands síðastliðinn fimmtudag.  Tilgangur heimsóknarinnar var samstarfsverkefni Hvalasafnsins og safnafræðinnar sem kennt var undir áfanganum ‘Söfn og samfélag’. Nemendum var við komuna skipt í fjóra hópa þar sem þau unnu með ákveðin viðfangsefni innan safnsins í þá þrjá daga sem heimsóknin varði.

Capture2

Fjallaði einn hópurinn um Hvalasafnið og nærsamfélagið og kannaði hópurinn þau tengsl sem fyrir eru við nærsamfélagið og lagði fram tillögur að frekari tengslum. Notast var við bæði rýnihóp og spurningakönnun. Annar hópur fór yfir sýningar safnsins og kom fram með mikilvæga og uppbyggilega gagnrýni á sýningarnar og hvernig mætti bæta þær. Þá tók þriðji hópurinn fyrir markaðs- og kynningarmál safnsins, kannaði markhópa og setti fram tillögur að kynningarmálum. Fjórði hópurinn fjallaði um safnið og mögulega samstarfsaðila og samstarfsverkefni. Allir hóparnir vinna verkefnin á fræðilegum forsendum og skilar nemendahópurinn í heild fullunninni, fræðilega rökstuddri skýrslu í apríl, þar sem fram koma niðurstöður heimsóknarinnar og hópavinnunnar.

Almenn ánægja var meðal þátttakenda verkefnisins, hvort sem um er að ræða starfsfólk Hvalasafnsins eða nemendur og kennara Háskóla Íslands. Fór vel á með hópunum og var unnið bæði í húsnæði Hvalasafnsins sem og í húsnæði Þekkingarseturs Þingeyinga.

 

Hvalasafnið og nærsamfélagið var viðfangsefni þessa hóps.

Hvalasafnið og nærsamfélagið var viðfangsefni þessa hóps.

Verkefnið er safninu afar mikilvægt og bindur stjórn og starfsfólk góðar vonir við að nýta skýrslu hópsins til frekari uppbyggingar safnsins. Þá býr slík fræðileg innsýn safninu faglegan grundvöll til frekari starfsemi í safnaheiminum, hér heima og erlendis.

 

hópur4

Á laugardaginn kynntu hóparnir frumniðurstöður vinnu sinnar sem síðan verður unnin áfram í lokaskýrslu.

Svona heimsókn er þó ekki möguleik án aðkomu og velvilja samfélagsins og vill Hvalasafnið fyrir hönd vekefnisins koma á framfæri þökkum til eftirfarandi aðila: Cape Hótel Húsavík fyrir að taka á móti hópnum og koma til móts við verkefnið með niðurgreiddu verði á gistingu, Samkaup Nettó fyrir að styrkja verkefnið með morgunverði, Fosshótel Húsavík, Hvalbakur og Salka Restaurant fyrir að koma til móts við verkefnið og bjóða upp á ljúffenga kvöld- og hádegisverði gegn vægu gjaldi. Þátttakendur í rýnihóp, auk þeirra sem svöruðu spurningakönnun nemenda á götum bæjarins fá einnig kærar þakkir fyrir.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.