Sölkusiglingar hófust í gær – öll hvalaskoðunarfyrirtækin mætt á Skjálfandaflóa

Sölkusiglingar hófu hvalaskoðunarvertíð sína í gær, þann 1. maí. Þar með hafa öll húsvísku hvalaskoðunarfyrirtækin hafið störf þetta árið.
Þetta er sjöunda árið sem Sölkusiglingar bjóða upp á hvalaskoðun á Skjálfanda. Fyrstu árin var félagið með einn eikarbát í notkun en árið 2017 bættist annar báturinn við. Í tilefni af þessum tímamótum fóru starfsmenn Hvalasafnsins með blómvönd í miðasölu Sölkusiglinga, en þar er einnig rekin ísbúð yfir sumartímann. Það var starfsmaður Sölkusiglinga Loes de Heus sem tók við blómvendinum úr höndum Evu Bjarkar Káradóttur framkvæmdastjóra Hvalasafnsins.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.