Sparisjóður Suður-Þingeyinga styrkir Hvalaskólann

Sparisjóður Suður-Þingeyinga úthlutaði nú á dögunum úr samfélagssjóði sínum 460.000 ISK til styrktar Hvalaskóla Hvalasafnsins á Húsavík. Það var Helga Dögg Aðalsteinsdóttir frá Sparisjóðnum á Húsavík sem afhenti styrkinn til Evu Bjarkar Káradóttur, forstöðumanns Hvalasafnsins og Garðars Þrastar Einarssonar Hvalasafnsstjóra.

Hvalaskólinn er samstarfsverkefni Hvalasafnsins , leik-, grunn- og framhaldsskóla á Húsavík og nágrenni, og stuðlar að fræðslu nemenda um hvali og lífríki þeirra við Ísland og aukin tengsl við lífríkið í nærumhverfinu.

Þessi styrkur mun nýtast Hvalaskólanum vel til tækjakaupa, þróunar námsefnis og vettvangsferða nemenda.
Þakkar Hvalasafnið á Húsavík Sparisjóðnum kærlega fyrir stuðninginn.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.