Steypireyðurin til Húsavíkur

Frá því að beinagrind 25 metra langrar steypireyðar rak á land á Skaga árið 2010 hefur Hvalasafnið á Húsavík beitt sér fyrir því að hún yrði hreinsuð og færð til varðveislu, en einnig að hún fengi sinn sess á Hvalasafninu, innan um beinagrindur annarra hvaltegunda og hjá og með upplýsingum um þessar stærstu skepnur jarðar. Grindin var færð til hreinsunar og hefur safnið sagt sögu þess ferlis, ma. annars í núverandi sýningu.

Það var svo í gær, 27. ágúst, að safninu barst formlega bréf frá mennta- og menningarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um að grindin komi til með að koma norður til varðveislu um óákveðinn tíma. Unnið verður að frekari útfærslum er varða flutning og samningstíma á næstu dögum.

Þetta eru að sjálfsöðu gleðifréttir fyrir safnið og samfélagið allt og vill starfsfólk Hvalasafnsins koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hönd hafa lagt á plóg og komið að vinnu við þennan áfanga.

Það má því segja að sé mikill uppbyggingartími framundan, en núverandi sýningum og sýningarrými safnsins verður breytt til þess að koma fyrir þessum glæsilega nýja sýningargrip.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.