Undirskrift leiðbeinandi reglna fyrir ábyrga hvalaskoðun

Vinnufundur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, IceWhale, var haldinn dagana 19. og 20. febrúar síðastliðinn. Er fundurinn hluti af röð vinnufunda á vegum IceWhale sem styrkt er af Bandaríska sendiráðinu á Íslandi og kemur röðin til í kjölfar fræðsluferðar sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir í vor, en þar voru fulltrúar Hvalasafnsins meðal þátttakenda.

Vinnufundirnir voru afar áhugaverðir og fjölluðu erindin flest um það hvernig bæta má gæði hvalaskoðunar við Ísland, með tilliti til gesta, bátaumferðar og dýranna sjálfra. Meðal gestafyrirlesara var hin virta Carole Carlsson,  sérfræðingur hjá Provincetown Center for Coastal Studies, forstöðumaður rannsókna- og fræðsludeildar Dolphin Fleet og ráðgjafi hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hún deildi reynslu sinni af starfi við hvalaskoðun og hvatti aðila IceWhale til að halda áfram faglegu starfi í þágu greinarinnar.

Í lok fundarins skrifuðu félagar í IceWhale undir formlega yfirlýsingu um leiðbeinandi reglur fyrir ábyrga hvalaskoðun, við hátíðlega athöfn og voru meðal gesta Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála, Robert C. Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi auk Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslandi. Fundarstjórar voru Ásbjörn Björgvinsson stofnandi Hvalasafnsins og María Gunnarsdóttir starfsmaður IceWhale.

Áætlað er að næsti fundur raðarinnar verði haldinn á Húsavík og þess má geta að hið undirritaða skjal er nú komið til varðveislu á Hvalasafninu á Húsavík.

Hér má sjá Huld Hafliðadóttir, verkefnastjóra safnsins, með undirskriftirnar.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.