Ungir gestir í heimsókn

Það hefur verið nóg um að vera í Hvalasafninu það sem af er hausti. Í viðbót við aukningu ferðamanna milli ára hafa skólaheimsóknir hafist með pompi og prakt þar sem nemendur skóla úr nágrenninu heimsækja safnið og fá leiðsögn.

Í gær kom fyrsti nemendahópur Hvalaskólans veturinn 2016/2017 í heimsókn, en það voru áhugasamir nemendur deildarinnar Tungu á Grænuvöllum.

mynd3

En skólaheimsóknir einskorðast ekki aðeins við Hvalaskólann, heldur tekur safnið vel á móti öllum skólahópum í skipulögðum heimsóknum og eru heimsóknirnar eins og segir í safnalögum gjaldfrjálsar. Í morgun komu svo ungir og efnilegir nemendur frá deildinni Bergi á Grænuvöllum og tók hún Huld vel á móti þeim.

mynd1

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11.

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

Lokað er fyrir athugasemdir.