Uppskeruhátið Hvalaskólans og opnun nýrrar sýningar

Á morgun, laugardaginn 11. júní opnar ný sýning nemenda Hvalaskólans, auk þess sem uppskeruhátíð fyrir veturinn 2015/2016 verður haldin.

Nemendur Hvalaskólans eru hvattir til að kíkja í safnið og bjóða með sér vinum og vandamönnum, en frítt er inn á safnið frá kl. 12 þegar formleg opnun á sér stað og til og með kl. 16.

Í ár var sú nýjung að nemendur 5. bekkjar lásu söguna um Moby Dick í léttari útgáfu og eru því listaverk þeirra innblásin af sögunni um stóra hvíta hvalinn. Finna má listaverk á borð við teikningar, þrívíddarverk af hvalveiðiskipinu Pequod og persónum úr bókinni auk video-verks sem sýnt verður samhliða öðrum verkum.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí frameftir degi.

 

10471009_10152473486242370_1861293877770234779_o

 

 

IMG_5332

 

IMG_5342

 

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.