Fylgdu okkur á:

 • Facebook
 • Instagram
 • YouTube
 • Viðburðarrík vika að baki í Hvalasafninu

  Sem hluti af Connecting Coastal Communities verkefninu, sem Hvalasafnið vinnur nú í samstarfi við New Bedford Whaling Museum, fengu þátttakendur verkefnisins heimsókn frá New Bedford síðastliðinn sunnudag. 6 nemendur og 2 starfsmenn safnsins í New Bedford sóttu safnið og nemendurna heim og má segja að ferðin hafi verið viðburðarrík.

   

  IMG_2330 (2)

  Hópurinn við Perluna

  Húsvíski hópurinn lagði í hann suður sunnudaginn 17. apríl til að taka á móti hópnum frá New Bedford, þar sem þau m.a. heimsóttu Whales of Iceland hvalasýninguna, Bandaríska sendiráðið og litu við á öðrum markverðum stöðum eins og Hallgrímskirkju, Perlunni og Hörpunni.

   

  2016-04-18 11.39.32

  Myndstyttur

  Þegar heim var komið fengu þau leiðsögn um bæinn, heimsóttu skrifstofu Norðurþings þar sem vel var tekið á móti þeim með gjöfum og góðu spjalli, Sif tók á móti þeim í Safnahúsinu og gaf þeim góða leiðsögn um sögu Þingeyjarsýslu.

   

  2016-04-19 12.09.53

  Góðar móttökur á skrifstofu Norðurþings

  Um kvöldið var svo haldið eins konar fjölskyldu-menningarkvöld, þar sem foreldrar Húsvísku nemendanna elduðu dýrindis krásir á íslenskan máta, eins og íslenska kjötsúpu, rúgbrauð með plokkfisk, flatbrauð með silung og hangikjöti og kleinur og pönnukökur með kaffinu. Þangað komu fjölskyldur nemendanna og starfsfólks safnsins saman, en þar að auki kíkti sveitastjórinn Kristján Þór Magnússon við og átti góða stund með hópnum.

   

  2016-04-19 20.24.55

  Hópurinn frá New Bedford með Kristjáni Þór sveitarstjóra

  Á miðvikudeginum kynnti hópurinn verkefnið fyrir nemendum og starfsfólki FSH, fór í Hvalaskoðun og heimsókn í Fjúk Arts Center þar sem Marina Rees vinnur hörðum höndum að nýrri sýningu til uppsetningar í Hvalasafninu. Þá var íslenska sundvatnið prófað við góðan orðstír og hélt hópurinn kynningu á verkefninu á opnu húsi í Hvalasafninu um kvöldið.

   

  2016-04-20 09.16.37

  Nemendur kynna verkefnið í FSH

   

  2016-04-20 13.24.40

  Eftir vel heppnaða hvalaskoðun í fallegu vorðveðri

   

  IMG_20160420_150728

  Marina sýnir hópnum undirbúning sýningar sinnar í Hvalasafninu

   

  Fimmtudeginum var eytt við Mýtvatn, þar sem kíkt var í sauðburð, á Grjótagjá, Víti og hinu frægu Jarðböð og um kvöldið buðu íslensku nemendurnir þeim erlendu í heimsókn á íslenskt heimili.

   

  IMG_2479

  Hluti hópsins í Jarböðunum við Mývatn

   

  13043549_766256200177521_1596387369792076636_n

   

  Heilt yfir viðburðarrík vika sem verður lengi í minnum höfð. Hóparnir tveir munu svo sjást aftur að rúmum mánuði liðnum, þegar hópurinn frá Húsavík leggur í hann til New Bedford.